Gleðilegt árið og allt það.

Gleðilegt árið þeir sem enn nenna að lesa blogg en hanga ekki bara á feisbúkk.
Er ekki með neitt áramótaheit nema kannski að teikna meira og minnka nethangsið. Alveg búin að gefast upp á einhverjum át-tökum, hættaaðnaganeglurdæmi o.s.frv. Er gift og get verið heima í herfugallanum allan daginn.
Byrjaði reyndar að taka eina mynd á dag (sjá hérna til hliðar) fyrir áramót og ætla að sjá hvort þetta takist. Sýnist ég nota símann mest í það verk.

Annars er gerilistinn fyrir árið orðinn all svakalegur. Þegar maður er orðinn algjör kerling með stórt hús, karl, krakka, gæludýr og garð þá er nóg að gera. Hefur reyndar alltaf verið smávegis Monica Bing í mér í sambandi við gerilista. Og núna er ég með hið fullkomna kerfi í notkun sem ég fann hérna hjá Sigga á font.is.
Ég nota litla þunna moliskinnubók í þetta og er á bók númer 2 núna.
Held að ef ég passi mig ekki fái ég einhversskonar skipulagsáráttu. Ég er t.d andvaka stundum nótt eftir nótt að búa til lista í hausnum um hitt og þetta sem þarf að gera. Held reyndar að konur búi bara til svona lista, karlar eru of uppteknir við að dreyma brjóst.