Öll berjatýnsla stranglega leyfð

Við mamma höfum farið í berjamó á sama staðinn okkar í mörg ár. Þetta er í einskinsmannslandi eða svo er okkur sagt. Þarna er vegur og 2 staurar (enginn girðing í kring) og keðja á nagla sem við bara losum og lokum á eftir okkur. Við leggjum bílnum þarna lengst fyrir innan og svo erum við eins og tvær beljur í móanum í nokkra tíma…. eða þangað til ég hætti að finna fyrir puttunum á mér.
Yfirleitt kemur enginn þarna. Stundum einstaka göngumaður með hund eða karl á hjóli en annars enginn.
En þennan fallega dag komum við akandi til baka og þá er jeppi við hliðið og leggur í veg fyrir okkur og einhver hlunkakarl stendur þarna fýldur á svip. Ég fer út úr bílnum og þá byrjar hann að þruma á mig að ég sé nú hérna í leyfisleysi og megi ekki keyra hérna og blalallalblalbalblalbllllblaaaaaa. Ja ég kem nú bara hérna einu sinni á ári með mjaðmaveika móður mína og við gætum nú bara aldrei skakklappast alla þessa leið héðan frá hliðinu og upp brekkuna uhhhhhhh ég fann hvernig allt blóðið fór uppí haus á mér… aðallega af hræðslu en ekki reiði (ef það hefði verið reiði hefði ég víst hjólað í hann) og varð örugglega eldrauð í framan.
Helv… karluglan búinn að eyðileggja fyrir okkur þennan fína berjatúr. Þarna eru engin skilti. Hvergi stendur því Lokað, Einkavegur, allur innakstur bannaður, reiðvegur eða öll berjatýnsla bönnuð !!! Ég er núna búin að spyrjast fyrir og jú jú við megum sko alveg vera þarna og honum kemur þetta bara ekki rassgat við…… svo um leið og það styttir upp skal sko farið í móann.
Guuuuð hvað er til mikið af leiðinlegu fólki ojjjjjjbara !!!! Skil ekki hvernig menn bara nenna þessu helv… tuði. En hann hleypti okkur síðan í gegn því við vorum svo sætar konur grrrrrrrrrr!!!!
Allavega þá hefur hann fengið all svakalegan hiksta eftir þetta og ég býð hann formlega velkominn á shit-listann minn !

Hérna sjáið þið svo eitt það fallegasta sem ég veit. Spikfeit bláber á þurru lyngi rétt áður en ég gleypi þau……. mmmmmmmmmm !!!

Comments

 1. sigga systir says:

  Hann er pottþétt svo bitchslappaður heima hjá sér að það hálfa væri nóg.

 2. Þetta er stutt athugasemd says:

  Brot gegn náttúruverndarlögum
  Með girðingunni sem víða lokar hinni fornu þjóðleið er einnig brotið gegn lögum um náttúruvernd, nr. 44/199, III kafla þar sem segir í 12 grein:
  „Almenningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Öllum er skylt að ganga vel um náttúru landsins og sýna ýtrustu varúð þannig að henni verði ekki spillt.“
  Af þessu má draga þá ályktun að landeiganda sé beinlínis óheimilt að hindra umferð fólk um land sitt.

  Brot gegn vegalögum
  Í vegalögum nr. 45/1994 segir í 40. rein:
  „Nú liggur vegur, stígur eða götutroðningur yfir land manns og telst eigi til neins vegaflokks og er landeiganda þá heimilt að gera girðingu yfir þann veg með hliði á veginum en eigi má hann læsa hliðinu né með öðru móti hindra umferð um þann veg nema sveitarstjórn leyfi.“
  Á girðingu þeirri sem liggur á heiðinni og þvers og kruss yfir hina fornu þjóðleið er hvergi hlið. Þó er trappa yfir hana þar sem er Hellukofinn.