Fýluferð

Fýla a.

Dásamlegt alveg að fljúga með Icelandair þessa dagana þar sem þeir bjóða orðið uppá þorrabakka !!! Nú bara komst ég í röfl gírinn……. þetta er nú bara einum of mikil remba að bjóða upp á eldgamlan alíslenskan mat með allri þeirri ógeðisfýlu sem honum fylgir. Hrolllllur.

Karlinn við hliðina á mér gæddi sér á einhverju súrmeti og fýlan barst hljóðlega um alla vélina í gegnum lokaða loftræstikerfið ahhhhhhhh lovely! Ég sat með trefil fyrir nefinu og hámaði í mig piparminntur meðan karlinn slafraði í sig súrmeti og einhverju öðru brúnu og bleiku Icelandic delicatessen .

Þetta var á leiðinni út.

 

Fýla b.

Á heimleiðinni var annarskonar fýla í gangi – sem kemur Icelandair ekkert við (nema hvað flugfreyjan í kallkerfinu var óendanlega fýluleg í röddinni).

Fyrir aftan mig sat pinkulítil japönsk kona. Hún var eins og svo margir japanskir túristar með hvíta læknagrímu fyrir andlitinu meðan hún labbaði í gegnum flugvöllinn. Danir eru nú svo ligeglad að í vegabréfseftirlitinu þurfti hún ekki einu sinni að taka niður grímuna þegar konan skoðaði myndina af henni í passanum….. var kannski með grímuna á passamyndinni??

Svo kom hún inní flugvélina og tók þá af sér grímuna þegar hún settist í sætið fyrir aftan mig… (því það eru engir sýklar í flugvélum – AKKÚRAT !!! ) Þá kemur í ljós að þetta var einmitt heimsmethafi kvenna í andfýlu 2012!!!

Ég sat við gluggann og hún fyrir aftan og var alltaf að kíkja út og þá skreið andfýlan meðfram glugganum og til mín AHHHHRRRHHHHH. Ég held hún hljóti að hafa haft munninn gersamlega troðfullan af skemmdum tönnum…. ég kúgast næstum því aftur að hugsa um þetta. Er mjög heppin að halda hárinu í hnakkanum og húðinni í andlitnu eftir þessa ferð hélt það myndi bara flettast af við svona eiturefnaárás. Var líka heppin að konan við hliðina á mér færði sig annað í vélina og ég gat hallað mér yfir sætið hennar að karlinum við hliðina og slapp því nokkuð vel.

 

Fýla c.

Svo endaði ég í  hálfgerðri fýlu sjálf því ég þurfti að grafa yarisinn út úr skafli á langtímastæðinu við Leifsstöð og þar sat ég svo pikkföst og var mokuð út á endanum. Kom ekki heim fyrr en tvö um nóttina og festi mig þá í innkeyrslunni. Stuuuuuð.

 

ps. á meðan ég skrifaði þetta fékk ég póst frá Icelandair (held þeir séu að fylgjast með mér) að biðja mig að taka þátt í þjónustukönnun…… lét þá vita að mér fannst þorrabakkagjörningurinn út í hött !

 

 

 

Comments

  1. Steinunn frænka says:

    Ó mig auma. Ég æli. Hvað vakir fyrir fólki að hafa ÞORRAMAT um borð í flugvélum? Ertu ekki að grínast? Mikið er ég fegin að vera ekki lengur Flugleiðastarfsmaður. Ég myndi skammast mín.

    Það er ekki hægt að ætlast til þess að allir hafi áhuga á að borða, anda að sér, umgangast fólk sem borðar þetta (afsakið orðbragðið) súra úldna ógeð? Þar sem ekki er hægt (með góðu móti) glugga um borð í flugvél á flugi finnst mér þetta með hreinum (og algjörlega ósúrum) ólíkindum. Ég eiginlega held enn að þú sért að ljúga að okkur hinum.
    Ég fer til London 18. febrúar, – hvenær lýkur þorranum? Get ég mögulega átt von á viðbjóðinum um borð? Ég heimta GÓUGLEÐI, þá hljóta þeir að bjóða upp á Góunammi á línuna, eða er ekki eðlilegt að áætla það? ;o)