Málið er….

Er ekki alveg málið að fara að framleiða svona umhverfisvæn pappamál sem myndu svo eyðast í úti í náttúrunni?
Þetta gæti sérstaklega átt við um gosumbúðir og kokteilsósu og á aðra skyndibitamenningu. Ruslið í borginni er ógeðslegt og með svona hönnun myndi allt líta mun betur út ;) Tilvalið að prenta á þetta sinu og hríslur og grjót…. allavega yrðu umferðaeyjurnar mun huggulegri og túristarnir myndu ekki sjá draslið útum gluggann þegar rúturnar stoppa á rauðu ljósi hoho.

ps. þetta er frekar ljótt, var unnið með rassinum og tók ca 2 mínútur….en ef þetta yrði að veruleika yrði þetta auðvitað stórkostleg hönnun !

……

Comments

  1. Steinunn frænka says:

    Þú verður fræg. Ég veit það.
    Skora á þig að fara að nota hendurnar meira en rassinn og hugmyndin fær vængi og áður en við vitum af verður þú í heimsreisu að kynna nýju afurðina!!! Gangi þér rosa vel að ferðast um heiminn, bannað að gubba í flugvélum samt ;o)