Strumpaskinka

Kannski er þetta ástæðan fyrir því hvað ég hef alltaf verið feimin, óframfærin og óörugg með sjálfa mig. Er alveg stórskemmd greinilega því þetta voru mínar uppáhalds fagurbókmenntir sem barn. Þ.e Strumpabækurnar. Ég átti held ég allar bækurnar og þær voru lesnar fram og til baka þar til þær duttu í sundur. Ég fann bunkann minn um daginn allar límdar saman og sumstaðar vantaði síður í, og í gærmorgun tók ég barnæskusunnudag, ég borðaði kókópuffs (þetta alvöru úr Kosti) með blárri mjólk og las Strympu á meðan. Núna þegar maður hefur loksins (næstum því) fullorðnast þá les maður þetta með allt öðrum huga.
Ég bara verð að deila þessari mynd þar sem Kjartan galdrakarl ákveður að búa til konu handa strumpunum hahahahaha….þvílíkar lýsingar.

Síðan af því að strumpunum og strympu sjálfri fannst Strympa svo ljót og leiðinleg tók Yfirstrumpur (núna Æðstistrumpur) til sinna ráða og breytti henni í ljóshærða skinku í háum hælum. Og auðvitað urðu allir strumparnir ástfangnir af henni um leið eftir breytingarnar.

…. held þetta falli alveg á femínista Bechdel-prófinu með stæl :D

Comments

  1. Hjördís says:

    Samkvæmt uppskrift Kjartans óttast ég að mig skorti allan kvenleika !