Röfl

Held ég verði að byrja að blogga aftur ef mig langar að röfla…..

Var með ungana hjá augnlækni og þarf úlfurinn ný gler í gleraugun eða ný gleraugu alveg og Íris jafnvel þarf líka að nota gleraugu á næsta ári. Ef þau þyrftu heyrnatæki þá er það alveg niðurgreitt og ég gæti keypt mér nýtt fjallahjól en neiiiiii þau eru gleraugnaglámar og fá aðeins örlítið brot til baka (eða ég sem borga) af hvoru gleri miðað við sjónstyrk pffffffffffffffffffffff.

Þetta röfl var í boði Sjúkratrygginga íslands, Þekkingarmiðstöðvar sjónskertra eða hvað þetta allt heitir í frumskógi réttinda og peninga!