Ritræpa

June 14th, 2021

Ég er komin með samfélagsmiðlaóþol. Auglýsingaflóð, röfl, væl, reiði, filterar, áhrifavaldar, góða fólkið, neyslutryllingur, allir að deila, o.fl. drasl. Sakna að taka blogghringinn á morgnana með morgunkaffinu. Lesa hvað vinir mínir voru að bralla og spá og spekúlera (og allskonar áhugavert fólk sem ég var búin að þefa uppi).

Eftir nokkur ár í dvala á ónýtum server lifnaði síðan mín svo aftur við í gærkvöldi. Það var eins og ég stigi út úr tímavél og hafi misst minnið, því þegar ég fór að lesa hvað á daga mína hafi drifið mundi ég bara brotabrot af öllu þessu röfli. Hrund.com var sett upp meðan það var í tísku að blogga og ég gerði þetta nú aðallega til að vinir og vandamenn gætu fylgst með lífinu í London. 

Ég krullaðist hreinlega upp inni í mér af aulahrolli að lesa þetta. Sumt virkilega skemmtilegt en annað úffffff….. Þvílíkir fordómar og drulla og allskonar vanvirðing og sérstaklega gagnvart sjálfri mér (hef greinilega verið að reyna að verða mjó í átta ár). Og svo set ég Hehe óþægilega oft í lokin á færslunum, en vonandi var það inn á þessum árum. 

Dagbókarfærslurnar um óléttur og börnin og ömmur mína og afa eru gull, og ég tala nú ekki um að fara aftar og lesa um uppáhalds nágranna minn, Tarzan og samskipti okkar. Dvölin á sambýlinu með drengjunum í Bow var mjög lærdómsrík fyrir mig og þá, og fyrst þetta er aftur komið í loftið eiga þeir engan sjéns á forsetaframboði eða fínni stöðu í sendiráðum í útlöndum. Líka gaman að rifja upp alla skrítnu nágrannana mína og öll badmintonmótin og ferðalögin og fólkið sem við kynntumst á þessum árum. Eigum heimboð í hverri heimsálfu eftir þessa búsetu í uppáhalds borginni minni þar sem ég kynntist allskonar fólki og menningu. Þetta þroskaði mig og ég fékk aðra sýn á lífið og kann að meta hluti öðruvísi en margir sem hafa aldrei fært sig úr stað.

Ég ætla að leyfa þessu að lifa aðeins lengur með vangaveltum og því sem heilabúinu dettur í hug að henda hingað inn, en vona að ég hafi þroskast örlítið síðan ég ræsti þetta árið 2003.

Fabjúlus Icelandair

November 28th, 2016

þennan flotta íþróttafatnað á netinu……. og flugleiða-logoið þeirra :)

Screen Shot 2016-11-28 at 15.18.07

Screen Shot 2016-11-28 at 15.19.43

Tvöföld fegurð

July 7th, 2016

Er að gera mig sætari með andlitsmaska og gera mig sætari um leið í símanum. Búin að grenna mig í framan, setja á mig brúnku og stækka annað augað. Ómótstæðileg!

Glæponapartý

June 28th, 2016

13krimmar

Bókin okkar er að koma út.
Allir velkomnir :D
Meira hér

Svona er stemmningin hjá mér í kaffinu

June 14th, 2016

 

Hjólaði upp í fjall………

soundofmusic

Glen(n)

May 16th, 2016

  

Viðeigandi auglýsing dagsins

February 28th, 2016

augl

Tískublogg

February 21st, 2016

  

Óviðeigandi opnan

February 21st, 2016

  

Óveðrið

December 8th, 2015

#gosifeiti

  

#gosifeiti

December 1st, 2015

Liggaliggalá………ég vann 2-3 verðlaun í samkeppni hjá snillingunum Reykjavík Letterpress fyrir nafnspjald sem ég gerði fyrir Gosa minn. Ekki oft sem maður fær að hanna nafnspjald fyrir einhvern eða eitthvað sem hefur akkúrat ekkert við hlutinn að gera. Hann á ekki einu sinni veski til að geyma þetta í.  Og við komum í Mogganum!!!

Setti spjöldin inná síðuna mína hérna ef þið viljið skoða og svo er hægt að sjá hin vinningsspjöldin á Facebook hjá Reykjavík Letterpress.

Takk fyrir mig :)

Ljósmyndirnar tók Anton Bjarni Alfreðsson

12308028_1061373170574298_1298999502085831420_o

Tvífarar vikunnar

September 25th, 2015

Fuzzy stóllinn og ég

(Gosi feiti kisi er bara til skrauts)

tvifarar

Ég er kona…

August 4th, 2015

… ég nota nú bara Plútó – það hæfir svona mínu vaxtarlagi!! Þessi gullna setning var í áramótaskaupi 1700ogsúrkál. 

Þessi mynd fer í sögubækurnar þar sem ég var að prófa eldrauðan varalit í fyrsta skipti….. Finnst ég nú loksins hafa fullorðnast. Lúxusvandamál

July 3rd, 2015Iittalalalala

June 9th, 2015

Jæja á miðinn að vera á eða af ???Trufl

June 9th, 2015

þegar maður er að skrifa mjög merkilegan tölvupóst og vill enga truflun…

Lóan er komin

May 12th, 2015Vorið er komið

April 9th, 2015

ó jeeeeee

Tilviljun?

March 21st, 2015

tilviljun

Ómótstæðileg á konudaginn

February 22nd, 2015

Flottustu buxurnar sem ég á……… Það segir Úlfur allavega

IMG_5746.JPG